72. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. ágúst 2016 kl. 13:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 13:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:13
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:23

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 665. mál - opinber innkaup Kl. 13:00
Til fundar við fjárlaganefnd komu Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Eyþóra Geirsdóttir frá Reykjavíkurborg. Þá komu Halldór Ó. Sigurðsson og Dagmar Sigurðardóttir frá Ríkiskaupum Þá komu Frosti Ólafsson og Marta Guðrún Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands. Loks kom Magnús Þór Kristjánsson frá Samkeppniseftirlitinu og lagði hann fram leiðbeiningar frá Ríkiskaupum um mat á samkeppni. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 15:10
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:14
Fundargerð 71. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:15